Um Hlíðarfjall

Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyrnar á Akureyri.

Þar eru frábærar aðstæður til að skíða og snjóbrettaiðkunar.

Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4.920 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar.

Skíðastaðir voru byggðir á árunum 1955-1964 en rekstur hófst 1962. Húsið stendur í 506 metrahæð yfir sjávarmáli. Strýta stendur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er greiðasala og salerni fyrir gesti í Hlíðarfjalli.

Vetraríþróttamiðstöð Íslands er starfrækt í Hlíðarfjalli en hún var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs menntamálaráðuneytis, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, 18. mars 1998. Í reglugerð sem menntamálaráðherra gaf út þann sama dag segir meðal annars: „Vetraríþróttamiðstöð Íslands, VMÍ, er þjónustustofnun sem hefur að megin verkefni að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks,fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi."

Upplýsingar um opnunartíma fást í símsvara 462 2280.

Svæði