Leikarnir

 

    

Iceland Winter Games – 24. mars – 3. apríl 2016

Akureyri – North Iceland

Stćrsta vetrar- og útivistarhátíđ landsins

Volcanic Big Air - freeski og snjóbrettamót

 

       Iceland Winter Games (IWG) er vikulöng vetrar- og útivistarhátíđ sem haldin er á Norđurlandi í ţriđja sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi, jafnt hjá bćjarbúum sem og vetraríţróttafólki og áhugamönnum um allt land. Áriđ 2015 sameinuđust tvćr stćrstu vetrarhátíđir Norđurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG ađ stćrstu vetrarhátíđ landsins og er enn í mjög örum vexti.

 

Heimsmeistaramót og Íslandsmeistaramót

Ađalviđburđir hátíđarinnar eru Volcanic Big Air mótiđ, alţjóđlega IWG Open snjóbrettamótiđ, meistaramót Íslands á snjóbrettum, fyrsta opna freeride mótiđ o.fl.. Ţessir viđburđir eru haldnir í Hlíđarfjalli dagana 31. mars – 2. apríl, en Hlíđarfjall er nú á lista yfir 12 mest framandi skíđasvćđi heims.

 

 

Meistaramót íslands á snjóbrettum – Big Air - sem fer fram í Hlíđarfjalli  2. apríl n.k. er fyrsta mótiđ skráđ í mótaröđina TTR sem “National TTR” mót. Íslenskir keppendur á snjóbrettum hafa ţví í fyrsta sinn tćkifćri á ađ vinna sér inn stig í alţjóđamótaröđinni World Snowbaord Tour (WST) og World Snowboarding Point List (WSPL).

 

Heimţekktir keppendur mćta

 

Margir af sigursćlustu atvinnumönnum heims í Freeski hafa tekiđ ţátt í mótinu síđustu ár og verđur engin breyting á ţví ţetta áriđ. Opnađ var fyrir skráningu keppenda á heimasíđu Iceland Winter Games (www.IWG.is) ţann 15. janúar s.l., og hafa nú ţegar fleiri keppendur skráđ sig til ţátttöku á IWG 2016 en fyrri ár. Ţađ er ţví ljóst ađ ţátttökumet verđur sett á IWG í ár og von er á fjölda bćđi innlendra- og erlendra gesta.

 

Međal ţeirra sem hafa skráđ sig til ţátttöku á IWG 2016 eru nokkrir af ţekktustu og sigursćlustu snjóbrettamönnum heims. Hinn finnski Antti Autti, Greg Bretz (Olympic Team USA) Scotty Lago (Olympic Team USA). Scotty Lago á glćstan feril ađ baki. Brons verđlaunahafi á Ólympíleikunum í Sochi, unniđ 4 sinnum til verđlauna á X – Games í Aspenog hefur veriđ atvinnumađur á snjóbrettum frá 12 ára aldri.

 

Ofantaldir snjóbrettamenn munu vera á IWG viđ tökur fyrir alţjóđlega IWG myndbandasamkeppni, ţar sem ţeim er skipt í 2 liđ, Snowboard Team N-America vs. Snowboard Team Europe. Munu ţeir allir dvelja á Norđurlandi viđ tökur frá 28. mars – 4. apríl og verđa myndbönd ţeirra frumsýn í lokapartýi IWG laugardaginn 2. apríl.

Ţá munu ţeir einnig keppa sín á milli í sérstöku móti í Hlíđarfjalli föstudagskvöldiđ 1. Apríl á “Volcanic Big Air” pallinum sem veriđ er ađ reisa í Hlíđarfjalli fyrir IWG 2016. Fyrir skíđa- og snjóbrettaáhugamenn um allt land er ţađ sýning sem enginn ćtti ađ láta framhjá sér fara. 

kaldbakur north iceland

Svćđi